Íslenskir ráðgjafar eru með þér gegnum allt ferlið!

Ráðgjafar okkar eru íslenskir, búa í Búdapest, eru á stofunni og verða með þér í gegnum allt ferlið.

Það er engin þörf á mikilli málakunnáttu til að njóta þess besta í tannlækningum. Þú bara hefur samband með tölvupósti, skilaboðum á Facebook eða í síma og við röðum saman heimsókn sem verður leið þín til bættrar tannheilsu og fallegra bross.

Öflugt teymi
símenntaðra
sérfræðinga

Sömu tannlæknar og starfsmenn hafa verið frá upphafi en lykillinn að frábæru starfi er reynsla og gott handverk. Fjórtán tannlæknar, allir með sérfræðimenntun, starfa á stofunni.

Tanngervasérfræðingar sjá um krónur og gervitennur. Hjá okkur starfa líka skurðlæknar, tannrótarsérfræðingar og sérfræðingar í tannholdssjúkdómum.

Allt aðstoðarfólk er með að baki þriggja ára nám í fjölbrautarskóla eða tveggja ára háskólanám auk þess sem þeir stunda regluleg námskeið í takti við bætta tækni.

Íslenska alla

leið, á

Íslenskri stofu

Við tökum á móti þér á flugvellinum, réttum hjálparhönd gegnum allt ferlið og fylgjum þér út á flugvöll við brottför

Íslenska Klínikin er í eigu þriggja Íslendinga, Hjalta Garðarssonar, Hrafnhildar Sigurðardóttur og Hauks Hjaltasonar, sem keyptu tannlæknastofuna vorið 2021 af norskum fjárfestum eftir lokun hennar vegna kófsins, en tannlæknastofan var stofnuð árið 2012.

Ungverjar eru þekktir fyrir góðar tannlækningar og landið lengi verið miðstöð lækninga og heilsu. Margir Íslendingar hafa stundað læknisnám þar með góðum árangri. Hjá Íslensku klínikinni eru sjö aðgerðarherbergi ásamt stórri og rúmgóðri skurðstofu og íslenskir ráðgjafar eru þér innan handar alla leið.

Rúsínan í pylsuendanum er svo auðvitað að við erum staðsett á 4 stjörnu hóteli með einum besta vatnagarði Evrópu og heilsulind þar sem hægt er að njóta snyrtiþjónustu, nudds og ótal annarra meðferða.

Nokkrir góðir punktar

Ókeypis skoðun, röntgen og aðgerðaáætlun
Eftir að þú hefur haft samband og gerð frumáætlun kemur þú til okkar.  Þá fer fram nákvæm skoðun með 360 Rönten og þrívíddarmyndatöku.  Teymið okkar gerir síðan aðgerðaráætlun með breytum.  Leiðarljós okkar er ætíð tannheilsa þín og hvað þú vilt.  Við gefum þér möguleika og erum með þér allt allt ferlið.
Hágæða tannlækningar
Gæði eru okkar hjartans mál og við notum aðeins hágæða búnað og frábært starfsfólk.  Þjónusta okkar er samþykkt af SjúkratrygginumVið erum að tryggja okkur hágæða tækni til að verða áfram fremst meðal jafninga.
Frábærir læknar, besta fáanlega tækni
Við notuð aðeins bestu fáanlegu hráefni og tannlæknar okkar eru með bestu framhaldsmenntun sem völ er á.  Handverkið er okkar sérgrein.
Ódýrari tannlæknaþjónusta
Ef um stórar aðgerðir er að ræða getur þú sparað stórar upphæðir í tannlæknakostnaði, jafnvel þegar kostnaður við ferðina er tekinn inn í myndina.
Víðtækar ábyrgðir
Við bjóðum bestu ábyrgðir sem bjóðast á markaðnum.

Allt hefst þetta á samtali!
Þú getur sent okkur tölvupóst, skilaboð á Facebook eða slegið á þráðinn í íslenska númerið okkar 851 9800