Mýksta
mögulega
lending í
Búdapest

Okkar gestir fá allir superior herbergi sem er búið veglegum svölum sem vísar út yfir vatnagarðinn og handan þess, stórbrotið útsýni yfir Buda hills og Szentendre.

Aquaworld er fjögurra stjörnu hótel sem er rómað fyrir gæði og þjónustu. Fátt er þægilegra eftir tannlæknatíma en að bregða sér upp í lyftunni og slaka á í velbúnu herbergi.

Aquaworld
vatnaveröldin
með í pakkanum!

Við bætum enn við, nú fylgir aðgangur að vatnaveröldinni Aquaworld með í gistingu!

Í krafti fjöldans höfum náð því í gegn að gestir okkar fái frían aðgang að vatnagarðinum rómaða, en fátt er betra til að ná úr sér allri þreytu eða streytu.

Fjöldi sundlauga, gufubaða og rennibrauta eru nú opin Íslendingum og spjallið í pottunum er oft líflegt.

Á hótelinu er einnig Oriental Spa þar sem hægt er að láta líða úr sér í höndum færra nuddara. 50 mínútna nudd kostar 15.000 Forintur eða um 6.000 Krónur.

Í Oriental Spa kostar klippingin um 2.500 Krónur og fyrir svipað verð má fá fótsnyrtingu, naglasnyrtingu og ótal aðrar meðferðir.

Allt um Íslensku …

Sömu tannlæknar og starfsmenn hafa verið frá upphafi en lykillinn að frábæru starfi er reynsla og gott handverk. Fjórtán tannlæknar, allir með sérfræðimenntun, starfa á stofunni.

Tanngervasérfræðingar sjá um krónur og gervitennur. Hjá okkur starfa líka skurðlæknar, tannrótarsérfræðingar og sérfræðingar í tannholdssjúkdómum.

Allt aðstoðarfólk er með að baki þriggja ára nám í fjölbrautarskóla eða tveggja ára háskólanám.

Helstu aðgerðir eru inplantar, krónur og brýr, beinauppbygging, rótfyllingar og stærri aðgerðir. Stærri aðgerðir eru 50% til 70% ódýrari en á Íslandi.

Stofan endurnýjar mjög reglulega tækjakost sinn og endurmenntar starfsfólk.

Bæði íslenskar og norskar sjúkratryggingarstofnanir samþykkja tannlækningar frá Íslensku Klínikinni og greiða sinn hluta samkvæmt lögum og reglugerð.

Punkturinn yfir i-ið er svo staðsetningin á Aquaworld Resort Hotel sem er 4 stjörnu lúxusheilsuhótel með 14 sundlaugum, nuddpottum, vatnsrennibrautum, fjölda gufubaða og íshellisklefa. Auk þess er boðið upp á mikið úrval af alls konar dekri.

Stutt er í miðbæinn en Búdapest er ekki bara sérlega falleg og rík af sögu, heldur einnig talin ein skemmtilegasta borg í Evrópu að sækja heim.

Íslenska alla leið …
Á Íslensku Klínikinni eru gögn okkar á íslensku og þjónustufulltrúar eru íslenskir. Við veitum persónulega þjónustu og höldum í höndina á þér í öllu ferlinu … á íslensku.

Allt hefst þetta á samtali!
Þú getur sent okkur tölvupóst, skilaboð á Facebook eða slegið á þráðinn í íslenska númerið okkar 851 9800