Íslenskir ráðgjafar eru með þér gegnum allt ferlið!
Ráðgjafar okkar eru íslenskir, búa í Búdapest, eru á stofunni og verða með þér í gegnum allt ferlið.
Það er engin þörf á mikilli málakunnáttu til að njóta þess besta í tannlækningum. Þú bara hefur samband með tölvupósti, skilaboðum á Facebook eða í síma og við röðum saman heimsókn sem verður leið þín til bættrar tannheilsu og fallegra bross.
Öflugt teymi
símenntaðra
sérfræðinga
Sömu tannlæknar og starfsmenn hafa verið frá upphafi en lykillinn að frábæru starfi er reynsla og gott handverk. Fjórtán tannlæknar, allir með sérfræðimenntun, starfa á stofunni.
Tanngervasérfræðingar sjá um krónur og gervitennur. Hjá okkur starfa líka skurðlæknar, tannrótarsérfræðingar og sérfræðingar í tannholdssjúkdómum.
Allt aðstoðarfólk er með að baki þriggja ára nám í fjölbrautarskóla eða tveggja ára háskólanám auk þess sem þeir stunda regluleg námskeið í takti við bætta tækni.
Íslenska alla
leið, á
Íslenskri stofu
Við tökum á móti þér á flugvellinum, réttum hjálparhönd gegnum allt ferlið og fylgjum þér út á flugvöll við brottför
Íslenska Klínikin er í eigu þriggja Íslendinga, Hjalta Garðarssonar, Hrafnhildar Sigurðardóttur og Hauks Hjaltasonar, sem keyptu tannlæknastofuna vorið 2021 af norskum fjárfestum eftir lokun hennar vegna kófsins, en tannlæknastofan var stofnuð árið 2012.
Ungverjar eru þekktir fyrir góðar tannlækningar og landið lengi verið miðstöð lækninga og heilsu. Margir Íslendingar hafa stundað læknisnám þar með góðum árangri. Hjá Íslensku klínikinni eru sjö aðgerðarherbergi ásamt stórri og rúmgóðri skurðstofu og íslenskir ráðgjafar eru þér innan handar alla leið.
Rúsínan í pylsuendanum er svo auðvitað að við erum staðsett á 4 stjörnu hóteli með einum besta vatnagarði Evrópu og heilsulind þar sem hægt er að njóta snyrtiþjónustu, nudds og ótal annarra meðferða.